Vetrartónleikaröð Hvítahússins heldur áfram en í kvöld er komið að Helga Björns og Reiðmönnum vindanna.
Karlakór Selfoss er sérstakur gestur tónleikanna en kórinn mun taka lagið með Reiðmönnunum af miklum krafti.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og húsið opnar kl. 20. Forsala er í fullum gangi í Gallery Ozone.
Eftir tónleika verður opið á Forsetabarnum á efri hæðinni.