Nú er Vetrartónleikaröð Hvítahússins á Selfossi að fara af stað ogen í kvöld munu snillingarnir í hljómsveitinni Gullfoss hefja veturinn með því að heiðra eina stærstu og vinsælustu hljómsveit heims, Creedence Cleawater Revival.
Á efnisskránni verða helstu verk sveitarinnar og leiðtoga hennar John Fogerty flutt í bland við efni af sólóferli Fogerty.
Fáir hafa gert tónlist CCR betri skil en forsöngvari sveitarinnar Birgir Haraldsson, kenndur við Gildruna og Gullfoss sem hefur löngum verið kallaður hinn íslenski Fogerty.
Með honum er einnig samstarfsfélagi til margra ára Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari en Birgir og Sigurgeir voru báðir meðlimir CCR-Reykjavík og Gildrumezz sem hljóðrituðu tvær plötur með efni Creedence Clearwater Revival á seinni hluta síðustu aldar.
Húsið opnar kl. 21 Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.