Í kvöld kl. 21 heldur hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir tónleika í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn.
Í ár fagnar hljómsveitin 25 ára afmæli sínu en hana skipa þeir Langi Seli sem spilar á gítar og syngur, Þorgils Björgvinsson á gítar, Jón Skuggi á bassa og Erik Qvick á trommur.
Langi Seli og Skuggarnir hafa í gegnum árin fengist við ýmis tilbrigði við rokksöguna og mun það vera gert áfram og undiraldan sem fyrr sterklega lituð af einhverskonar rokkabillýi.
Farið verður í gegnum ferilinn og spiluð frumsamin lög hljómsveitarinnar bæði gömul og ný.
Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er inn fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.