Sú góða hefð að velja blómadrottningu ársins í Hveragerði verður endurvakin á Blómaballinu á Hótel Örk næsta laugardagskvöld.
Hafa valinkunnir einstaklingar verið skipaðir í dómnefnd, en formaður hennar er Fjölnir Þorgeirsson. Dómnefndin mun velja stúlkurnar á dansleiknum sjálfum. Vegleg verðlaun bíða stúlkunnar sem heiðurinn mun hljóta í ár.
Það var Kvenfélag Hveragerðis sem stóð í árdaga byggðar fyrir Blómaballi Í Hveragerði þar sem var valin blómadrottning úr hópi ungra meyja. Böll þessi voru í áratugi fastir liðir í menningar- og skemmtanalífi Hvergerðinga og hafa verið haldin árlega þó ekki hafi alltaf verið valin Blómadrottning.
Ingó og Veðurguðirnir munu spila á dansleiknum. Forsala miða er í Tíunni í Hveragerði og vissara að næla sér í miða frekar fyrr en seinna. Aldurstakmark er 20 ár.