Í kvöld verða tónleikar í hátíðartjaldi Sumars á Selfossi í miðbæjargarðinum undir yfirskriftinni Suðurlandsskjálftinn 2013. Þar koma fram sex spennandi hljómsveitir sem enginn ætti að missa af.
Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Vídalín, Glundroði, RetRoBot, Dimma, Grísalappalísa og The Vintage Caravan.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er fólk hvatt til að koma tímanlega en tjaldið opnar 19:00 og tónleikunum lýkur 23:00. Frítt er inn í tjaldið en 18 ára aldurstakmark.
Það er fyrirtækið Sonus-viðburðir á Selfossi sem stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við Sumar á Selfossi, Viking, EB Kerfi & Vodafone.