Nói kominn í Selfossbíó

Stórmyndin Noah eftir leikstjórann Darren Aronofsky verður frumsýnd í Selfossbíó í kvöld en myndin var að stórum hluta tekin upp á Suðurlandi sumarið 2012.

Kvikmyndatökuliðið fór víða um Ísland þannig að segja má að íslenskt landslag fari hér með mikilvægt aukahlutverk. Þess utan kemur fjöldi Íslendinga að gerð myndarinnar, bæði fyrir framan myndavélarnar og aftan.

Þegar Nói (Russell Crowe) byrjar að sjá sýnir sem lýsa gríðarlegum náttúruhamförum trúir hann því að þær boði endalok mannkyns og hefst handa samkvæmt boði Guðs við að smíða örk, sér og sínum til bjargar.



Stikluna úr myndinni má sjá hér að neðan en hún er afar tilkomumikil og greinilegt á henni að Aronofsky hefur nýtt sér vel fegurð Íslands til að skapa stórkostlega sviðmynd.

Fyrri greinGréta Berg sýnir á Bókasafninu í Hveragerði
Næsta greinGuðmunda og þrír ungir leikmenn sömdu – Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili