Segðu mér satt, heitir fyrsta lagið sem gefið er út af í væntanlegum diski sem Ómar Diðriks og Sveitasynir gefa út í sumar. Laginu er hægt að hlaða niður hér.
Ómar er í viðtali í Sunnlenska fréttablaðinu í þessari viku þar sem hann segir meðal annars frá tilurð lagsins og frá uppruna hljómsveitarinnar og fleiru.
„Þetta lag varð þegar ég var að hugsa hvort væri til eitthvað lag við spurningunni sem við byrjum oft samræður á – Hvað er að frétta? eða Hvað segirðu? Það er oft spurning hvort fólk vill fá rétt svar við þeirri spurningu, því ef fólk myndi nú segja satt um hvernig því líður, þá gæti komið annars konar svar en þetta hefðbundna hressilega sem við svörum með, og textinn fjallar um það,“ segir Ómar og bætir við að lagið hafi orðið til þegar hann var eins og oft að leika sér að syngja og spila með dótturinni.
„Mér fannst þetta nokkuð sniðugt lag og leyfði strákunum að heyra það líka og þeim fannst það líka bara ansi gott. Þannig varð það til,“ segir Ómar. „Það að gefa fólki færi á að hlaða því niður ókeypis er liður í að kynna okkur og diskinn sem kemur út seinni partinn í júní,“ segir Ómar m.a. í viðtalinu.
HÉR má hlusta á lagið eða hlaða því niður. (Hægri smellið og veljið „Save target as“)
Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT