Hljómsveitin Veðurguðirnir sendi nýlega frá sér nýtt lag sem ber nafnið Önnur öld.
Þetta er fyrsta lagið sem kemur út frá hljómsveitinni í rúm tvö ár. „Við erum komnir með öflugan hljómborðsleikara í bandið sem kemur úr hljómsveitinni Í svörtum fötum, Einar Örn Jónsson, sem samdi lagið. Hann er aldursforsetinn og má segja að textinn sé endurminningar manns á hans aldri sem lítur yfir farinn veg,“ segir Tungnamaðurinn Eyþór Loftsson, bassaleikari sveitarinnar.
Í laginu vitna strákarnir í þekkt íslensk lög með Bjartmari Guðlaugssyni, Stuðmönnum og Stjórninni. „Þetta eru lög frá þessum tímabili, þau eru partur af sögunni og okkur fannst viðeigandi að hlaupa á hundavaði í gegnum nokkur þekkt lög frá þessum tíma,“ segir Eyþór að lokum.
Hægt er að hlusta á lagið hér.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.