Pökkuð rokkstemmning í Hvíta

Þungarokkssveitin Skálmöld þandi hljóðfæri sín og barka í kvöld á vetrartónleikaröð Hvítahússins á Selfossi. Húsið var troðfullt af sveittum tónleikagestum á öllum aldri.

Skálmöld er á tónleikaferðalagi um landið og er Selfoss annar viðkomustaður sveitarinnar en í gær kom hún fram í félagsheimilinu í Hnífsdal.

Koma Skálmaldar á Selfoss er sannkallaður hvalreki fyrir þungarokksunnendur enda lifðu gestir tónleikanna sig inn í stemmninguna.

„Við erum loksins komnir á Selfoss og það var svo sannarlega biðinnar virði,“ sagði Björgvin Sigurðsson, söngvari sveitarinnar, yfir salinn að loknu fyrsta lagi kvöldsins.

Lifi rokkið!

UPPFÆRT KL. 01:23

Fyrri greinFSu og Hamar með sigra
Næsta greinUndraljós og ullargos