Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi hefst í dag með tónleikunum SumarRokk á Selfossi í risatjaldi í bæjargarðinum.
Fyrirhugað var að sex hljómsveitir spiluðu á þessum glæsilegu tónleikum en nú hefur sú sjöunda bæst við fremst í röðina. Það er hljómsveitin My Brother Is Pale sem mun stíga fyrst á stokk kl. 20:20.
Á eftir þeim spila Caterpillarmen, Elín Helena, Foreign Monkeys, The Vintage Caravan, The Wicked Strangers og Kiriyama Family.
Tjaldið opnar kl. 20 og er frítt inn en aldurstakmark er 18 ár.