Í kvöld slær Sálin upp sveitaballi í félagsheimilunu að Flúðum. Langt er nú liðið frá því að bandið tróð þar upp og ríkir mikil tilhlökkun hjá innan bandsins yfir gigginu.
Sálverjar léku við hvern sinn fingur á þjóðhátíð á dögunum og lofa strákarnir sama forminu og meiru til að Flúðum. Nú eru síðustu forvöð að upplifa ekta heitt sveitaball á þessu annars kalda sumri, sem senn er á enda. Sunnlendingar, takið kvöldið frá, þetta verða læti.
Aldurstakmark verður 18 ár, húsið opnar kl. 23 og stígur bandið á svið um miðnætti.