Sálin hans Jóns míns slær upp risaballi á 800Bar á Selfossi á laugardagskvöld og slær þar með botninn í sumardagskrá 800Bars.
„Sumarið er búið að vera fínt hjá okkur við geymum það besta þar til síðast og ég get lofað fólki að þetta verður ball sumarsins,“ segir Eiður Birgisson, veitingamaður á 800, í samtali við sunnlenska.is.
„Sálarböllin hafa verið stærstu böllin hjá okkur og Sálverjar hafa aldrei klikkað á 800Bar. Þú færð ekki betra band til að loka sumrinu,“ segir Eiður.
„Annars verður allt á fullu hjá okkur í vetur og við verðum með böll fyrir alla aldurshópa,“ segir Eiður og nefnir þar til sögunnar Sniglabandið og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem spila á 800Bar á næstu vikum.