Sex sunnlenskar hljómsveitir eru skráðar í Músiktilraunir 2012 sem hefjast í Austurbæ í næstu viku.
Fyrsta undankvöldið af fjórum verður föstudaginn 23. mars en þá kemur m.a. fram hljómsveitin Glundroði frá Selfossi.
Á þriðja undankvöldinu, sunnudaginn 25. mars keppa m.a. End of Days frá Hveragerði, RetRoBot frá Selfossi, The Young and Carefree frá Stokkseyri og Treisí frá Þorlákshöfn.
Á síðasta undankvöldinu kemur svo hljómsveitin Aragrúi frá Selfossi fram ásamt tólf öðrum hljómsveitum.
Sunnlensku hljómsveitirnar My Final Warning frá Selfossi og The Wicked Strangers frá Eyrarbakka komust í úrslit í fyrra og Gunnar Guðni Harðarson og Jósep Helgason, meðlimir The Wicked Strangers, voru valdir besti söngvari og besti trommuleikari Músiktilrauna 2011. Hljómsveitin varð í 3. sæti.