Selfossprinsarnir í Skítamóral ætla að halda eitt gott alvöru sveitaball núna í lok sumars.
Dyrnar verða opnaðar fyrir ballþyrstum ungmennum á hinu goðsagnakennda sveitaballahúsi Njálsbúð föstudagskvöldið 20. ágúst kl. 23:00.
Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir dansleikjahaldi í Njálsbúð en eitt ball var þar í fyrrasumar. Með í för þetta kvöld verður ungstirnið Friðrik Dór, DJ Atli og hinir ungu og upprennandi drengir í Stuðlabandinu frá Selfossi sem munu sjá um að hita mannskapinn upp.
Sætaferðir verða á vegum Guðmundar Tyrfingssonar frá Selfossi (N1) kl. 21:30, frá Hellu (Olís) kl. 22:00 og frá Hvolsvelli (N1) kl. 22:15 Miðaverð er kr. 2.800- og er aldurstakmark 16. ár.