Skjálftaskjól, Oz og Tvisturinn áfram

Atriði félagsmiðstöðvanna Skjálftaskjóls í Hveragerði, Oz í Vík í Mýrdal og Tvistsins á Hvolsvelli komust áfram í undankeppni Samfés Söngvarakeppni Suðurlands, USSS, í Þorlákshöfn um síðustu helgi.

Tíu atriði frá jafnmörgum félagsmiðstöðvum kepptu um þrjú sæti í aðalkeppninni sem fer fram í Laugardalshöll 3. mars nk.

Fyrir hönd Skjálftaskjóls sungu Sædís Lind og Anna María með fulltingi hjómsveitarinnar Demo Da Viggo. Ívar Máni söng fyrir Tvistinn og flaug inn í úrslitin en fyrir Oz sungu Guðbjörg María og Þórhildur Steinunn.

Keppnin var vel heppnuð og eftir hana var ball í íþróttamiðstöðinni.

Fyrri greinVel heppnaður íbúafundur
Næsta greinGlæsileg kynning á Suðurlandi