Hljómsveitirnar Skjálftavaktin og Skuggabandið leika á tónleikum í Hvítahúsinu á Selfossi í kvöld kl. 21.
Skjálftavaktin hefur verið starfandi í þrjú ár og er valinn maður í hverju rúmi í þessari 10 manna hljómsveit sem spilar eingöngu skemmtileg soul, funk og popp. Meðal tónlistarmanna sem ljá Skjálftavaktinni efni eru: Stevie Wonder, Glenn Frey, Earth – Wind & Fire, Peter Gabriel og Jamiroquai. Hljómsveitin hélt velheppnaða tónleika á Rósenberg í Reykjavík fyrir stuttu og þá strax voru hljómsveitarmeðlimir hvattir til að halda tónleika í heimabyggð. Núna verður áskoruninni tekið og lofar sveitin góðu fjöri.
Skuggabandið er eins og flestir Sunnlendingar vita skipað tvennum feðgum og kemur sveitin frá Hveragerði. Skuggabandið spilar það allra besta úr smiðju The Shadows og núna loksins á stað sem hentar bandinu. Með stóru hljóðkerfi svo ekkert fari framhjá tónleikagestum.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og opnar húsið kl. 20:00. Gott að koma tímanlega því hljómsveitirnar spila báðar gríðarlega bjórvæna tónlist.
Skjálftavaktina skipa:
Sigurður Ingi Ásgeirsson – Bassi
Guðjón Guðmundsson – Trommur
Jóhannes Jóhannnesson – Hljómborð
Jói Stefánsson – trompet
Örlygur Benidiktsson – Saxofónn
Eyþór Frímannsson – Túba
Karl Hákon – Gítar
Bessi Theodórsson – Söngur
Karen Dröfn Hafþórsdóttir – Raddir
Erla Björk Gísladóttir – Raddir
Skuggabandið skipa:
Matthías Hlífar Pálsson – Bassi
Páll Sveinsson – Trommur
Davíð Harðarsson – Gítar
Hörður Friðþjófsson – Gítar