Músíktilraunir 2012 nálgast óðfluga en skráning hefst á mánudaginn, 20. febrúar.
Því er tími kominn fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn að hefja undirbúning fyrir umsókn.
Sunnlensku hljómsveitirnar My Final Warning frá Selfossi og The Wicked Strangers frá Eyrarbakka komust í úrslit í fyrra og Gunnar Guðni Harðarson og Jósep Helgason, meðlimir The Wicked Strangers, voru valdir besti söngvari og besti trommuleikari Músiktilrauna 2011. Hljómsveitin varð í 3. sæti.
Músiktilraunir eru einstakt tækifæri fyrir alla sem eru að grúska í tónlist til þess að koma fram á flottum stað með góðum græjum, fá verðmæta reynslu og kynnast öðrum íslenskum tónlistarmönnum.
Verðlaunin verða stórglæsileg, eins og undanfarin ár, en verðlaunað er fyrir fyrstu þrjú sætin, ásamt hljómsveit fólksins, gítarleikar, bassaleikara, forritara/hljómborðsleikara, söngvara/rappara, trommara og textagerð.