Skráning í Músíktilraunir 2013 er hafin og lýkur þann 3. mars næstkomandi.
Sunnlenskar hljómsveitir hafa vakið mikla athygli á síðustu árum og í fyrra komust þrjár sunnlenskar sveitir í úrslit og ein þeirra, RetRoBot, sigraði.
Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald.
Undankvöld fara svo fram (4 kvöld) þar sem um fjörutíu hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið. Um 10-12 hljómsveitir fara venjulega í úrslit og fyrstu þrjár sveitirnar hljóta síðan glæsileg verðlaun af ýmsum toga.
Einnig eru bestu hljóðfæraleikararnir valdir og vinsælasta hljómsveit meðal hlustenda kosin.
Skráningargjald er 7000 kr. og frekari upplýsingar er að finna á www.musiktilraunir.is