Sölvakvöld í kvöld

Hið árvissa Sölvakvöld Hljómlistarfélags Hveragerðis verður haldið á Hótel Örk í kvöld. Aðgangseyrir á Sölvakvöldi rennur óskiptur til góðgerðarmála.

Þar koma fram skemmtikraftar sem tengjast Hveragerði á einn eða annan hátt og leika listir sínar á hljóðfæri sér og öðrum til mikillar skemmtunar.

Sem dæmi um tónlistarmenn sem koma fram má nefna hljómsveitina Loðmund, Sigurð Dagbjartsson, Sölvana, Lölluband, tónlistamenn úr Hara, Á móti sól, Í svörtum fötum og margir fleiri.

Enn eru til miðar á Sölvakvöldið en forsala miða fer fram í Tíunni, Shell og í flugeldasölu HSSH. Miðaverð er 1000 kr. og rennur það óskipt til góðgerðarmála.

Fyrri greinTíu íþróttamenn tilnefndir
Næsta greinÓmar þjálfar KFR