Hinir ástsælu Spaðar leika á Töðugjöldum í félagsheimilinu Árnesi, laugardaginn 15. ágúst næstkomandi.
Spaðarnir samanstanda af nokkrum gömlum vinum sem lengi og reglulega hafa hist í bílskúrum og spilað lög eftir sjálfa sig og aðra. Músíkinni má lýsa sem gömlu dönsunum með ívafi frá rokki og bítlamúsík sem við mörg ólumst upp við, valsar, polkar og rælar og rokk.
Eitt lag með sveitinni hefur orðið þekkt – hið góðkunna Obbo bobb sem á sínum tíma komst í efsta sæti vinsældalista Rásar 2. Sjálfum finnst Spöðum öll sín lög jafnskemmtileg og einnig stórum hópi aðdáenda þeirra.
Grillmatur verður á borðum í Árnesi milli klukkan 20:00 og 21:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00.