Vetrartónleikaröð Hvítahússins heldur áfram og nú er komið að Sting og Police tileinkunartónleikum í kvöld, föstudagskvöldið 1. október.
Átta manna hljómsveit mun fara yfir feril Sting, allt frá upphafsárum Police til dagsins í dag og koma víða við.
Hljómsveitina skipa söngvararnir Sigurjón Brink og Böðvar Reynisson ásamt Benedikt Brynleifssyni, trommuleikara, Gunnari Þór Jónssyni, gítarleikara, Ríkharði Arnari, hljómborðsleikara, Birgi Kárasyni, bassaleikara, Steinari Sigurðarsyni, saxafónleikara og Þorvaldi Kaldal, slagverksleikara.
Húsið opnar kl. 22 og hefjast tónleikarnir kl. 23. Miðaverð kr. 1500 – Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook síðu Hvítahúsins.
Framundan í Vetrartónleikaröðinni:
22. október Pearl Jam tribute
5. nóvember Toto tribute
19. nóvember Fjallabræður