Stórglæsilegur 800Bar eftir miklar breytingar

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar breytingar á 800Bar á Selfossi og mun þeim ljúka endanlega á nýju ári.

Helstu breytingarnar eru þær að búið er að færa sviðið og dansgólfið stækkaði töluvert við það, auk þess sem nýtt hljóðkerfi er í húsinu. Einnig er búið að setja upp glæsilega leðurbekki í seturýminu auk þess sem komin er betri stofa í bakherbergi. „Það fer því töluvert betur um okkar gesti,“ segir Eiður Birgisson, eigandi 800Bars í samtali við sunnlenska.is.

800Bar var endurreistur árið 2013 á nýjum og mun betri stað í miðbæ Selfoss. „Við opnunina á nýja staðnum voru settar í gang tilraunir til þess að vera með rekstur í húsinu alla daga, t.d. var boðið upp á ferska djúsa, samlokur, kaffi og kökur. Ég komst hins vegar fljótt að því að vöntun á slíku hér á Selfossi er engin,“ segir Eiður og bætir við að allar innréttingar og uppsetning þeirra hafi verið í takt við þennan nýja rekstur. „Innréttingarnar urðu mjög fljótt skrítnar inni á stað sem varð fljótlega eingöngu bar. Það liggur við að ég þurfi að biðja viðskiptavini 800bars afsökunar á þvi hversu óhentugur barinn var í upphafi og hefur verið hingað til. En nú er öldin önnur…,“ segir Eiður.
Í kvöld, á annan dag jóla, treður óskabarn okkar Sunnlendinga, Guðmundur Þórarinsson, upp á 800Bar eins og hefð er orðin fyrir. Gummi syngur til kl. 4 í nótt og er aðgangur ókeypis. Fólk getur meldað sig inn á Facebook og unnið glæsilega vinninga.

Staðurinn er að verða stórglæsilegur og segir Eiður að hann og starfsfólkið sé mjög stolt af nýja útlitinu. „Staðurinn verður 90% tilbúinn á gamlárskvöld og við skorum á alla Sunnlendinga sem ætla að lyfta sér upp á gamlárskvöld að kíkja við og sjá nýjan og þægilegri stað. Við verðum með heimamann, plötusnúðinn Eyþór Jónsson, á sviðinu sem skemmtir okkur til kl. 4. Aðgangur verður ókeypis eins og yfirleitt hjá okkur. Eyþór er þekktur fyrir sitt einstaka lagaval, hann hendir í hittara frá flestum áratugum og að sjálfsögðu hefur hann tekið saman það besta frá árinu 2014 til þess að gera það ár upp á dansgólfinu. Við tökum á móti þér með kampavíni og heppnir Facebookvinir okkar geta unnið kampavínsborð,“ segir Eiður.

800Bar er margrómaður fyrir einhverja bestu tónlistardagskrá og fjölbreytni sem fyrirfinnst undir sama húsþaki og segir Eiður að engin breyting verði á því á nýju ári. Barinn er opinn á fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 21 og fram á nótt. Öll kvöld er 2 fyrir 1 af köldum á krana og mojito til kl. 23. Á barnum fást átta tegundir af mojito auk þess sem þar má finna lista af drykkjum sem mælt er með og þar er að finna mörg af best geymdu leyndarmálum þjóðarinnar.

„800Bar er enn að slíta barnsskónum og því rétt að byrja. Ég mæli með að áramótaheitið hjá Sunnlendingum verði að kíkja við og skoða 800Bar á nýju ári,“ segir Eiður að lokum.

Fyrri greinEnn skelfur við Sandfell
Næsta greinÞungfært víða í uppsveitum