Í kvöld verða tónleikar ungra hljómsveita af Árborgarsvæðinu í menningarsalnum í Hótel Selfoss. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en á þeim koma fram Waveland, Wicked Strangers, Aragrúi, RetRoBot og Kiriyama Family.
Allt eru þetta ungar hljómsveitar sem hafa staðið sig vel á síðustu árum hver á sínum vettvangi. RetRoBot unnu til að mynda Músíktilraunirnar 2012 og Kiriyama Family átti vinsælasta lagið á Rás 2 árið 2012.
Wicked Strangers hafa verið að kynna sig erlendis og Aragrúi og Waveland eiga framtíðina fyrir sér enda mjög hæfileikaríkir einstaklingar þar á ferð.
Frítt er inn á tónleikana en tónleikagestum er bent á að menningarsalurinn er ennþá mjög „hrár“ og því er gott að hafa góða yfirhöfn með sér.