Sumargleðin skemmti fyrir troðfullu húsi

Það var gríðarlegt stuð í Aratungu í gærkvöldi þegar haldið var upp á 50 ára afmæli félagsheimilisins. Sumargleðin og Karma skemmtu gestum.

Hátíðin stóð allan daginn og hófst með körfuboltaskóla og málverkasýningu. Einnig var keppt í gröfuleikni og knattspyrnu auk þess sem Íslandsmeistaramótið í gúrkuáti fór fram.

Botninn var sleginn í hátíðina með stórdansleik með Sumargleðinni og Karma en fyrr á árum kom Sumargleðin reglulega fram í Aratungu og sýndi hún nú að stemmningin hefur ekki gleymst.

sumargledin_2aratunga130811jerl_673123061.jpg
sunnlenska.is/Jónas Erlendsson

Fyrri greinLíkamsárás í Hveragerði
Næsta greinÖkklabrotinn á Fimmvörðuhálsi