Þriðjudagskvöldið 25. nóvember verða haldnir stórtónleikar á stóra sviði Þjóðleikhússins til styrktar Selfyssingnum Halldóri Snæ Bjarnasyni og baráttu hans við krabbamein.
Halldór Snær er hljóðmeistari Þjóðleikhússins en það er tæknimannafélag Þjóðleikhússins sem stendur að tónleikunum. Allir sem að þeim koma; hljómsveitir, uppistandarar og starfsfólk Þjóðleikhússins, gefa vinnu sína þetta kvöld og ágóðinn rennur óskiptur í sjóð til styrktar Halldóri.
Þeir sem fram koma eru Todmobile, Moses Hightower, Heimilistónar, Skúli Mennski, Hellvar, Þryðjy Kossynn, Dj. Flugvél og geimskip, Ari Eldjárn, Frímann Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigríður Thorlacius. Þorsteinn Guðmundsson verður kynnir kvöldsins.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er miðasala er á midi.is, leikhusid.is og í miðasölu Þjóðleikhússins. Miðaverðinu er stillt í hóf, aðeins 2.900 krónur.