Það verður mikið um dýrðir í Hvítahúsinu um helgina. Í kvöld, föstudagskvöld verða TOTO tileinkunartónleikar og Ný Dönsk leikur fyrir dansi á laugardagskvöld.
Í kvöld endurtaka snillingarnir í Toto-tribute bandinu leikinn frá því vor. Hljómsveitin er sem fyrr skipuð reynslumiklum tónlistarmönnum sem flestir koma frá Suðurlandi, en fyrir hópnum fara söngvararnir Gunnar Ólason og Heiða Ólafsdóttir. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Vignir Þór Stefánsson, hljómborðsleikari, Ríkharður Arnar, hljómborðsleikari, Sveinn Pálsson, gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson, ásláttarleikari, Ingólfur Sigurðsson, trommuleikari og Árni Ólason, bassaleikari.
Hljómsveitin leikur öll bestu lög TOTO og á lagalistanum eru lög eins og Hold the line, Africa og Roseanne. Húsið opnar kl. 22 og tónleikarnir hefjast kl. 23.
Á laugardagskvöld verður svo stórdansleikur með Ný Dönsk, eitthvað sem er orðið löngu tímabært. Húsið opnar kl 23.
Þeir sem vilja hita upp fyrir TOTO í kvöld geta kíkt á þetta myndband hérna.