Tveggja ára afmæli á 800

Það verður mikið um að vera á 800Bar á Selfossi um helgina en staðurinn heldur upp á 2 ára afmæli sitt.

„Já, það stendur mikið til og við ætlum að fagna afmælinu alveg frá fimmtudegi fram á sunnudagskvöld. Það verða afmælistilboð á barnum og á laugardagskvöld mun Vífilfell bjóða fyrstu gestunum upp á fría drykki,“ segir Eiður Birgisson, veitingamaður á 800, í samtali við sunnlenska.is og þakkaði gestum staðarins fyrir frábærar móttökur á síðastliðnum tveimur árum.

Afmælisveislan nær hápunkti á laugardagskvöld þegar strákarnir í Skítamóral spila á afmælisdansleik. Forsala á ballið er á 800Bar á fimmtudagskvöld.

Veislan byrjar reyndar í kvöld þegar trúbadorar keyra helgina í gang og líklegt að einhverjir muni fagna sigri Selfyssinga þar. Á föstudagskvöld mæta trúbadorarnir í Bee on Ice en þeir unnu trúbadorakeppni FM957 fyrir skömmu.

Á sunnudagskvöld verður ekki slegið slöku við því þá verður Splash partí með 16 ára aldurstakmarki. Þarna mæta DJ Óli Geir, Friðrik Dór, Haffi Haff, Júlí Heiðar og fleiri.

Fyrri grein„Sjálfsmark er bara kjaftæði“
Næsta greinUndirbúa brottflutning af gossvæðinu