Kosning í árlegri Jólalagakeppni Rásar 2 stendur nú yfir en tvö af lögunum átta sem komust í úrslit eru frá Selfossi.
Tríóið Triolas flytur lagið Friður færist nær, en meðlimir Triolas eru söngkonurnar Guðný Lára Gunnarsdóttir og Gunnhildur Þórðardóttir ásamt Stefáni Erni VIðarssyni sem leikur á píanó og raddar.
Tómas Davíð Ibsen Tómasson sendi lagið Immanúel inn í keppnina og komst einnig í úrslit. Tómas syngur lagið sjálfur og sér um hljóðfæraleikinn ásamt Óskari Einarssyni, sem einnig syngur bakraddir með Fanny Kristínu Tryggvadóttur.
Alls voru um 40 lög send í keppnina og voru átta þeirra valin í úrslit. Kosningin stendur yfir til 13. desember. Úrslitin verða tilkynnt fimmtudaginn 14. desember á Dagvaktinni en lagið sem verður fyrir valinu fær útnefninguna jólalag Rásar 2 árið 2017. Sigurvegarinn fær jafnframt vegleg verðlaun frá Tónastöðinni, Svefni og heilsu og Sjávargrillinu.
Smelltu hér til að hlusta á lögin og taka þátt í kosningunni.
Guðný Lára og Gunnhildur eru tveir/þriðju hlutar tríósins Triolas.