Alexandra Rut Kristinsdóttir er tvítug, fædd 3. janúar 1992, frá Ferjukoti í Ölfusi.
Foreldrar Alexöndru Rutar eru Dís Aðalsteins og Andrés Sigurbergsson og Kristinn Kristinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Alexandra er á sjúkraliðabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands og útskrifast um næstu jól.
Tíu spurningar til Alexöndru Rutar:
Helstu áhugamál: Hestar, vinna við eitthvað grípandi (adrenalín), veiðar, ræktin og að vera með vinum.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Hellnar, Skarðsvík og Snæfellsjökull.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Þórði Þorgeirs og Óla Stef.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin, Grey’s og Despó.
Á hvað trúir þú: Ég trúi á að bros, gleði og hamingja sé það eina sem skipti máli.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Shania Twain – Man! I Feel Like A Woman.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Karlmenn! Nei, djók! Lokapróf.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Það var nú bara til þess að fylla upp í helgarnar, hafa eitthvað gaman að gera og kynnast nýju fólki.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Á eightís tímabilinu.
Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Okkar besta stund er ekki að tapa aldrei, heldur rísa upp eftir hvern ósigur!
TENGDAR GREINAR:
Alexandra Rut Kristinsdóttir
Arney Lind Helgadóttir
Bylgja Sif Jónsdóttir
Bryndís Hera Gísladóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir
Guðrún María Guðbjörnsdóttir
Guðrún Telma Þorkelsdóttir
Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Monika Jónsdóttir
Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Una Rós Sævarsdóttir
Þóra Fríða Åberg
Þórhildur Ósk Stefánsdóttir