Ungfrú Suðurland: Arney Lind

Arney Lind Helgadóttir er sautján ára Eyjapæja, fædd 27. ágúst 1994.

Arney Lind er dóttir Helga Einarssonar og Agnesar Báru Benediktsdóttur. Hún býr í Keflavík og er á náttúrufræðibraut í Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Tíu spurningar til Arneyjar Lindar:
Helstu áhugamál:
Fótbolti, krossari, hreyfing, fjölskyldan og vinir.
Hvaða hluta í eigu þinni gætir þú síst verið án: Símans, takkaskónna og sléttujárnsins.
Uppáhalds listamaður: Sigfús Ben, hann er frábær tónlistarmaður, rosalega klár og góður í sínu fagi. Hann veit hvað hann syngur.
Uppáhalds bók: Ég er mikið fyrir sannsögulegar bækur og stendur Breiðavíkurdrengur uppúr, ásamt Ekki líta undan, sögu Guðrúnar Ebbu.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: New Girl kemur ótrúlega sterk inn. Svo hef ég gaman af Friends, þeir eru klassískir.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Glaðlynd, brosmild, lífsglöð, heiðarleg og jarðbundin.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Honey Honey með ABBA. Ef það er ekki til á listanum tekur maður einhvern hittara með Britney Spears.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Ég er mjög kvíðin við að fara að keppa í fótbolta, þá kemur svona smá stress í mann. En það sem að ég hræðist mest eru hryllingsmyndir.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til þess að styrkja sjálfstraustið, kynnast fleiri stelpum, læra eitthvað nýtt og til þess að fá réttu staðalmyndina yfir keppnirnar. Fólk er mikið í því að segja að þetta sé svona og svona, ég vildi bara sjá hvort að allt þetta sé satt og hef gaman af því að segja að þetta er svo sannarlega ekki satt hjá þeim.
Lífsmottó: Ekki segja „ég get þetta ekki“ ef þú hefur ekki reynt það.

TENGDAR GREINAR:
Alexandra Rut Kristinsdóttir
Arney Lind Helgadóttir
Bylgja Sif Jónsdóttir
Bryndís Hera Gísladóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir
Guðrún María Guðbjörnsdóttir
Guðrún Telma Þorkelsdóttir
Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Monika Jónsdóttir
Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Una Rós Sævarsdóttir
Þóra Fríða Åberg
Þórhildur Ósk Stefánsdóttir

Fyrri greinUngfrú Suðurland: Alexandra Rut
Næsta greinUngfrú Suðurland: Bylgja Sif