Ungfrú Suðurland: Fjóla Sif

Fjóla Sif Ríkharðsdóttir er tvítug Eyjapæja, fædd 9. febrúar 1991.

Fjóla Sif er dóttir Matthildar Einarsdóttur og Ríkharðs Jóns Stefánssonar og hún er á föstu með Sævaldi Páli og stundar nám á sjúkraliðabraut í Heilbrigðisskólanum við Ármúla.

Tíu spurningar til Fjólu Sifjar:
Helstu áhugamál:
Fjölskyldan, vinirnir, íþróttir, ferðalög og lundapysjuveiðar.
Hvaða hlutar gætir þú síst verið án: Fallega bleika bílsins míns.
Uppáhalds bók: Svona á að…
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Nágrannar, Glee og Desperate Housewives.
Á hvað trúir þú: Líf eftir dauðann.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Heiðarleg, fyndin, hreinskilin, dugleg, áhugasöm og stundvís.
En annarra: Heiðarleiki, framkoma, hreinskilni.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Þegar systir mín eignaðist dóttur sína.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til þess að prufa eitthvað nýtt, ég held að það sé mjög gefandi og skemmtilegt. Svo er alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Ég tapa allavega ekki á þessu.
Lífsmottó: Það er allt í lagi að vera með fíflagang, svo lengi sem það fer ekki út í sprell.

TENGDAR GREINAR:
Brynhildur Helgadóttir
Fjóla Sif Ríkharðsdóttir
Guðný Ósk Ómarsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Helga Rún Garðarsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Íris Bachmann Haraldsdóttir
Karen Hauksdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir

Fyrri greinNíu stúlkur keppa um titilinn
Næsta greinUngfrú Suðurland: Guðrún Birna