Guðrún Telma Þorkelsdóttir er nítján ára Eyrbekkingur, fædd þann 20. júní 1992.
Guðrún er dóttir Maríu Erlu Bjarnadóttur og Þorkels Mána Antonssonar. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands, á félagsfræðibraut en byrjar í snyrtiakademíunni í Kópavogi í haust.
Tíu spurningar til Guðrúnar Telmu:
Helstu áhugamál: Ferðast, hreyfa mig, tíska, allt sem við kemur snyrtifræði og bara að hafa gaman að lífinu í góðra vina hópi.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Mér þykir alltaf vænt um gömlu heimkynnin í Skagafirði, bjó þar í sveit rétt fyrir utan Hofsós með mömmu og pabba þegar ég var yngri og finnst þessi staður yndislegur.
En erlendis: Hef nú ekki farið víðsvegar erlendis en fannst allt rosalega fallegt í Noregi þegar ég fór þangað fyrir nokkrum árum. Svo dreymir mig um að fara í heimsreisu einn daginn því það er svo margt sem mig langar til að sjá og skoða.
Uppáhalds listamaður: Ég á alveg ótrúlega marga uppáhalds tónlistarmenn t.d, svo það er frekar erfitt að nefna bara einhvern einn. En Phil Collins og Ellie Goulding eru meðal þeirra efstu á listanum.
Á hvað trúir þú: Það góða í fólki.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Traust, jarðbundin og hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Ég held að það sé nú bara best að ég haldi mig bara alfarið frá karókí. En ef ég þyrfti, þá yrði það örugglega eitthvað með Celine Dion eða Bonnie Tyler.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Ég fæ gæsahúð bara við tilhugsunina um stórar kóngulær og öll svona skríðandi skordýr.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Alveg pottþétt á diskótímabilinu.
Lífsmottó: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.
TENGDAR GREINAR:
Alexandra Rut Kristinsdóttir
Arney Lind Helgadóttir
Bylgja Sif Jónsdóttir
Bryndís Hera Gísladóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir
Guðrún María Guðbjörnsdóttir
Guðrún Telma Þorkelsdóttir
Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Monika Jónsdóttir
Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Una Rós Sævarsdóttir
Þóra Fríða Åberg
Þórhildur Ósk Stefánsdóttir