Íris Bachmann Haraldsdóttir er nítján ára Selfyssingur, fædd 6. maí 1991.
Íris er dóttir Eyglóar Lindu Hallgrímsdóttur og Haraldar Skarphéðinssonar. Kærasti hennar er Sverrir Tómas Bjarnason og hún er á snyrtifræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Tíu spurningar til Írisar Bachmann:
Helstu áhugamál: Handbolti, fimleikar, dans og að hafa það gott með fjölskyldu og vinum.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Fimleikakonunni Carly Patterson og handboltamanninum Nikola Karabatic.
Uppáhalds listamaður: Johnny Depp.
Uppáhalds bók: Ég á enga uppáhaldsbók, en fannst Dauðarósir eftir Arnald Indriða frekar spennandi.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Eins og er þá er ég alveg sokkin ofan í Desperate Housewives.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ég mundi segja frekar ákveðin, traust og ég veit yfirleitt alveg hvað ég vil.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Komdu með – HLH og Sigga Beinteins.
Hvað hræðistu: Ég er mjög hrædd við kóngulær, geitunga og hákarla.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Þegar ég fór til Alabama með fimleikunum árið 2005. Við misstum af flugi, lentum í svaka securitas veseni og í þokkabót lentum við í fellibyl sem rústaði öllu svæðinu! Maður var reynslunni ríkari eftir þessa ferð.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Það hljómaði mjög spennadi að taka þátt og ég hef alltaf gaman af því að prófa einhvað nýtt.
TENGDAR GREINAR:
Brynhildur Helgadóttir
Fjóla Sif Ríkharðsdóttir
Guðný Ósk Ómarsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Helga Rún Garðarsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Íris Bachmann Haraldsdóttir
Karen Hauksdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir