Ungfrú Suðurland: Íris Bachmann

Íris Bachmann Haraldsdóttir er nítján ára Selfyssingur, fædd 6. maí 1991.

Íris er dóttir Eyglóar Lindu Hallgrímsdóttur og Haraldar Skarphéðinssonar. Kærasti hennar er Sverrir Tómas Bjarnason og hún er á snyrtifræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Tíu spurningar til Írisar Bachmann:
Helstu áhugamál:
Handbolti, fimleikar, dans og að hafa það gott með fjölskyldu og vinum.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Fimleikakonunni Carly Patterson og handboltamanninum Nikola Karabatic.
Uppáhalds listamaður: Johnny Depp.
Uppáhalds bók: Ég á enga uppáhaldsbók, en fannst Dauðarósir eftir Arnald Indriða frekar spennandi.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Eins og er þá er ég alveg sokkin ofan í Desperate Housewives.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ég mundi segja frekar ákveðin, traust og ég veit yfirleitt alveg hvað ég vil.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Komdu með – HLH og Sigga Beinteins.
Hvað hræðistu: Ég er mjög hrædd við kóngulær, geitunga og hákarla.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Þegar ég fór til Alabama með fimleikunum árið 2005. Við misstum af flugi, lentum í svaka securitas veseni og í þokkabót lentum við í fellibyl sem rústaði öllu svæðinu! Maður var reynslunni ríkari eftir þessa ferð.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Það hljómaði mjög spennadi að taka þátt og ég hef alltaf gaman af því að prófa einhvað nýtt.

TENGDAR GREINAR:
Brynhildur Helgadóttir
Fjóla Sif Ríkharðsdóttir
Guðný Ósk Ómarsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Helga Rún Garðarsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Íris Bachmann Haraldsdóttir
Karen Hauksdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir

Fyrri greinSpjallað um gamlar ljósmyndir
Næsta greinUngfrú Suðurland: Karen