Kristrún Ósk Hlynsdóttir er nítján ára Eyjapæja, fædd þann 18. júní 1991.
Kristrún er dóttir Hlyns Stefánssonar og Unnar Sigmarsdóttur. Hún er á föstu með Andra Heimi Friðrikssyni og stundar nám við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.
Tíu spurningar til Kristrúnar Óskar:
Helstu áhugamál: Íþróttir, aðallega handbolti, skemmta mér með vinum og ferðalög.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Herjólfsdalur fyrstu helgina í ágúst.
Hvaða hlutar gætir þú síst verið án: Tannburstans.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Alexander Petersson.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Pretty Little Liars og 90210.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ákveðin, samviskusöm, barngóð og traustur vinur.
Hvaða lag myndir þú syngja í karókí: Barbie Girl með Aqua.
Hvað hræðistu: Ég hræðist mest tívolítæki. Ég fæ mig ekki einu sinni til að fara í barnatækin.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Til þess að læra að koma fram og bæta sjálfstraustið, eignast nýjar vinkonur og svo segja allir að þetta sé geggjað stuð.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Á hippatímabilinu.
TENGDAR GREINAR:
Brynhildur Helgadóttir
Fjóla Sif Ríkharðsdóttir
Guðný Ósk Ómarsdóttir
Guðrún Birna Gísladóttir
Helga Rún Garðarsdóttir
Hildur Rós Guðbjargardóttir
Íris Bachmann Haraldsdóttir
Karen Hauksdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir