Sara Rós Einarsdóttir er átján ára Vestmannaeyingur, fædd á þeim fagra sumardegi 15. maí 1993.
Foreldrar hennar eru Ester Ólafsdóttir og Einar Bjarnason en Sara Rós útskrifast í vor af félagsfræðibraut úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Tíu spurningar til Söru Rósar:
Helstu áhugamál: Það er fótbolti númer eitt, tvö og þrjú, fara til útlanda, versla og vera með vinum mínum og vandamönnum.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Michael Jordan sem er frábær fyrirmynd fyrir alla sem vilja ná markmiðum sínum í lífinu.
Uppáhalds listamaður: Megas.
Uppáhalds bók: Leyndarmál Lorelei eftir Carolyn Parkhurst. Keypti hana fyrir fimm árum eiginlega óvart og ég hef lesið hana allavegana einu sinni á ári síðan.
Hverjir eru þínir helstu kostir: Ég er mjög jarðbundin og raunsæ manneskja.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Skordýr eru ekki minn tebolli.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: Öll þau fjögur skipti sem að við stelpurnar í ÍBV urðum Íslandsmeistarar í fótbolta og þegar að ég fór með kærastanum mínum til Bandaríkjanna. Það voru frábærar stundir sem að eiga eftir að lifa lengi í minningunni.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt, svo var mér boðið þetta tækifæri og mér var kennt að grípa tækifærin á meðan að þau gefast þannig að ég var ekki lengi að segja já.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Á Viktoríutímabilinu þegar að allir fínu kjólarnir og flottu hárgreiðslurnar voru í tísku eða á sjöunda áratugnum þegar að hippatíminn var. Þá var sko gaman að vera til.
Lífsmottó: Hver er sinnar kæfu smiður 🙂
TENGDAR GREINAR:
Alexandra Rut Kristinsdóttir
Arney Lind Helgadóttir
Bylgja Sif Jónsdóttir
Bryndís Hera Gísladóttir
Eva Dögg Davíðsdóttir
Guðrún María Guðbjörnsdóttir
Guðrún Telma Þorkelsdóttir
Heiðrún Helga Ólafsdóttir
Monika Jónsdóttir
Sandra Silfá Ragnarsdóttir
Sara Rós Einarsdóttir
Una Rós Sævarsdóttir
Þóra Fríða Åberg
Þórhildur Ósk Stefánsdóttir