Átta uppistandarar munu stíga á stokk á 800Bar í kvöld í fyrstu uppistandskeppninni sem haldin hefur verið á Suðurlandi.
Húsið opnar kl. 21 og hefst keppnin klukkutíma síðar. Meistari Nilli mun opna kvöldið en hann er einn dómaranna í keppninni og í kjölfarið fylgja átta keppendur.
Keppendurnir eru Ingvar Örn Ákason, Einar Daði Gunnarsson, Sigurður Ingi Sigurðsson, Gunnar Már Hauksson, Daði Freyr Pétursson, Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Sölvi Þór Hannesson og Brúsi Ólason.
Á Facebook síðu 800 geta gestir unnið hvítvínsborð í kvöld og má kynna sér það hér.
Myndir af keppendunum má skoða í myndasafni hér til hægri.