Velheppnuð Góugleði

Kvenfélagið Eining á Hvolsvelli hélt vel heppnaða Góugleði í Hvolnum um síðustu helgi. Kúrekaþema var á skemmtuninni og voru salir Hvolsins skreyttir á viðeigandi hátt.

Boðið var upp á frábær skemmtiatriði, kúrekamat og kúrekabar. Verðskuldaða athygli fengu griðkonurnar, sem komu mörgum karlinum aðeins úr jafnvægi. Kúrekabandið Klaufarnir spilaði svo fyrir dansi til kl. 2.

Góugleðisnefndin vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gáfu vinnu sína og/eða styrki.

Kvenfélaginu til mikillar gleði safnaðist fyrir stólnum sem gefin verður Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. En það er stóll sem snyrti-og fótaaðgerðafræðingar ásamt fleirum geta notað.

Myndir frá kvöldinu má sjá á hvolsvollur.is

Fyrri greinBrockway og Guðmunda með mörkin
Næsta greinMarín Laufey hafði algjöra yfirburði