Leikhópur Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands frumsýnir í næstu viku söngleikinn Týpísk ástarsaga.
Hópurinn hefur gert myndband við opnunarlag sýningarinnar, sem heitir eimmitt Týpísk Ástarsaga, og má sjá það hér að neðan.
„Þetta er svona háskólarokklag með texta sem fjallar um leikritið og söguþráðinn. Myndbandið fékk rúmlega 1000 views á fyrstu 24 tímunum,“ sagði Fannar Freyr Magnússon, einn höfunda verksins í samtali við sunnlenska.is.
Týpísk Ástarsaga er söngleikur sem fjallar um unglinga og líf þeirra í Menntó High sem er oft á tíðum mjög skrautlegt. Leikstjóri er Kári Viðarsson og er leikritið sýnt í Hótel Selfoss.
Að frátöldu opnunarlaginu er notuð tónlist eftir Ingólf Þórarinsson og Friðrik Dór í leikritinu, þekkt lög eins og Hlið við Hlið, Leiðarlok, Bahama, Vinurinn og fleiri.
Leikritið er skrifað af Fannari Frey Magnússyni, Gunnari Karli Ólafssyni, Söru Árnadóttur og Þuríði Marín Jónsdóttur.