Benna-gott

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta hráfæðisnammi gerum við 8 ára sonur minn oft. Að hans mati er þetta „heimsins besta hollustunammi!“

Ef þið eigið matvinnsluvél þá eruð þið enga stund að búa þetta til. Þið eruð í raun og veru lengur að þrífa matvinnsluvélina en að búa nammið til.

Hráefni:

  • 2 bollar kókosflögur
  • 2 ½ bolli döðlur
  • ¼ bolli hlynsíróp
  • 2 msk kókosolía
  • Smá sjávarsalt
  • 2 tsk vanilludropar (lífrænir)

Aðferð:

  1. Setjið kókosflögurnar í matvinnsluvélina og kurlið niður í fremur fíngert mjöl.
  2. Setjið restina af hráefninu saman við og blandið öllu vel saman eða þar til blandan er orðin þokkalega silkimjúk.
  3. Setjið bökunarpappír á bakka (eða klæðið box að innan með honum).
  4. Mótið litlar kúlur með höndunum og setjið á bakkann (eða í boxið). Stærð eftir eftir smekk. Gott að miða við mátulega stóra munnbita.
  5. Þegar þið eruð búin að búa til kúlur ú
  6. r öllu deiginu, setjið þá kúlurnar inn í frysti.
  7. Best er að geyma kúlurnar í frysti í a.m.k. eina klukkustund áður en þær eru borðaðar svo að þær nái að þétta sig almennilega.

Njótið!

Fyrri greinSindri tvíbætti HSK metin sín
Næsta greinTveir Sunnlendingar á Ólympíuleikum ungmenna