FAGURGERÐI – MATUR // Mér finnst nauðsynlegt að eiga alltaf eitthvað hollustunammi til í frystinum.
Það er stór kostur við þetta heilsugotterí að það tekur ekki langan tíma í undirbúningi né langan tíma að búa til.
Botninn:
1 bolli döðlur (lagaðar í bleyti í nokkrar klukkustundir)
½ bolli vatn
½ bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í nokkrar klukkustundir)
3 bollar kókosmjöl
¼ bolli kókosolía við stofuhita
1 tsk lífræn vanilla
smá sjávarsalt
Aðferð:
1. Byrjið á því að blanda döðlunum og vatninu vel saman í matvinnsluvél eða í blandara.
2. Þegar döðlurnar eru orðnar að mauki, setjið þá restina saman við og blandið vel.
3. Setjið bökunarpappír í kassalaga mót og hellið blöndunni í mótið. Dreifið vel úr með sleikju.
4. Setjið í frysti í sirka klukkutíma eða á meðan súkkulaðið er búið til.
Súkkulaðið:
½ bolli raw kakóduft (eða bara lífrænt ef raw er ekki fáanlegt)
½ tsk lífræn vanilla
smá sjávarsalt
¼ bolli akasíuhunang (eða önnur sæta)
½ bolli kókosolía, við stofuhita
Aðferð:
1. Blandið þurrefninu vel saman.
2. Hellið akasíuhunanginu og kókosolíunni saman við og blandið vel saman. Mér finnst best að þeyta súkkulaðið með gaffli eða einfaldlega nota lítinn písk.
3. Takið botninn úr frystinum og hellið súkkulaðinu yfir. Súkkulaðið harðnar mjög fljótt vegna þess að botninn er svo kaldur. Þegar súkkulaðið hefur harðnað, takið þá beittann hníf
og skerið kókosnammið í mátulega stóra bita.
4. Setjið aftur inn í frysti í klukkutíma eða svo – eða byrjið bara strax að borða.
ATH. Ég nota stundum kókosmjöl og kókosflögur í bland. Eins nota ég oft kakósmjör í staðinn fyrir kókosolíu í súkkulaðið. Lífrænt hlynsíróp er líka í uppáhaldi hjá mér og nota ég það álíka mikið og akasíuhunangið. Ég mæli líka með að þið notið lífrænar kasjúhnetur þó að þær séu e.t.v. dýrari. Þær eru einfaldlega miklu betri á bragðið. Við – og jörðin – eigum líka skilið aðeins það besta.
Njótið!
johanna@fagurgerdi.is