FAGURGERÐI – MATUR // Þessi drykkur er súper einfaldur og súper hollur.
Þið eruð enga stund að búa hann til – og heldur enga stund að drekka hann.
Hráefni:
- 500ml möndlumjólk (heimatilbúin eða keypt)
- 2 dl frosin bláber
- ¼-½ tsk kanill (fer eftir smekk)
- 2 msk chiafræ
- Nokkrir dropar af steviu (passa að setja ekki of mikið)
Aðferð:
Öllu blandað mjög vel saman, hellt síðan í glas og hvers sopa notið.
ATH. #1 Þið getið annað hvort búið til ykkar eigin möndlumjólk eða keypt tilbúna út í búð. Ég mæli með möndlumjólkinni frá Eco Mil. Hún er lífræn, sykurlaus og laus við öll óæskileg aukaefni. Munið – alltaf lesa innihaldslýsinguna á öllu, líka á heilsuvörum
johanna@sunnlenska.is