Þessar hafrakökur eru einstaklega ljúffengar. Þær eru án eggja, glútens, hneta og mjólkur og ættu því að að henta breiðum hópi fólks.
Hafrakökurnar eru ekta smákökur til að taka með sér í nesti, hvort sem það er nesti fyrir börnin í skólann eða fyrir fullorðna fólkið í fjallgöngurnar.
Hráefni:
*Setjið haframjölið í blandara og malið þar til haframjölið er orðið að fíngerðu mjöli
Aðferð:
- Stillið bakarofninn á 180° (með blæstri).
- Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
- Setjið möluðu hörfræin og vatnið saman í glas og blandið vel samt. Þessi blanda gerir sama gagn og venjulegt egg í uppskriftum – límir saman hráefnin. Látið standa í sirka 15 mínútur.
- Setjið öll þurrefnin sama í skál og blandið vel saman.
- Setjið kókosolíuna, hlynsírópið, vanilludropana og hörfræ„eggið“ saman í aðra skál og blandið öllu vel saman.
- Setjið blautefnin saman við þurrefnin og hærið öllu vel saman.
- Setjið rúsínurnar saman við og blandið vel saman.
- Notið tvær matskeiðar til að setja degið á kökuna – ein hafrakaka er sirka ein risa stór matskeið. Notið skeiðarnar til að móta og fletja út hverja köku fyrir sig.
- Setjið ofnplötuna inn í ofn og bakið í sirka 10-12 mínútur.
- Leyfið að kólna í smá stund áður en þið borðið.
Njótið!
ATH. #1 Ef það er eitthvað óljóst, þá notið þið í heildina 2 og ½ bolla af haframjöli en setjið bara 1 bolla í blandarann.
ATH. #2 Þið getið malað hörfræin sjálf með því að setja heil hörfræ í blandara og mala þar til fræin eru orðin að fíngerðu mjöli. Passið bara að hafa þau ekki of lengi í blandaranum því að þau eru fljót að verða olíukennd.
ATH. #3 Það er sérlega mikilvægt að nota lífrænar rúsínur því að þessar ólífrænu geta innihaldið mikið magn af skordýraeitri.