Hollar súkkulaðikúlur fyrir ferðalagið

FAGURGERÐI – MATUR // Þessar súkkulaðikúlur er sérlega fljótlegar og einfaldar. Og bragðgóðar.

Hráefni:
1 bolli lífrænar möndlur (með hýðinu)
1 bolli döðlur
2 kúfaðar msk raw kakó (eða bara lífrænt ef raw er ekki fáanlegt)
2 kúfaðar msk gróft kókosmjöl
1/2 tsk lífræn vanilla
Smá sjávarsalt

Aðferð:
1. Setjið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir þær. Látið bíða í 10 mín eða svo. Þetta er gert til þess að mýkja döðlurnar enn frekar.
2. Setjið möndlurnar, kakókið, kókosmjölið, vanilluna og sjávarsaltið í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til möndlurnar eru orðnar að mjöli.
3. Hellið vatninu af döðlunum (gott að kreista /pressa vatnið líka úr þeim svo að þær séu ekki of blautar). Saxið döðlurnar niður og setjið í blandarann eða matvinnsluvélina og blandið vel. Ath. ef blandarinn ykkar er ekki mjög öflugur þá er hætta á að hann ráði ekki við þessa blöndu þar sem hún verður frekar þykk.
4. Þegar allt hefur blandast nokkuð vel þá er blandan tilbúin. Ath. þetta er ekki verra þó að þetta sé gróflega blandað.
5. Mótið litlar kúlur með höndunum (stærð eftir smekk) og setjið á bakka. Geymist best í kæli. Það er samt ólíklegt að þið þurfið að hafa einhverjar áhyggjur af geymsluþolinu þar sem þessar kúlur eru fljótar að hverfa ofan í maga 🙂

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinSamið við Pálmatré og Jáverk
Næsta greinHestamenn með sér sjónvarpsrás á Landsmótinu