Hríssúkkulaði

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta laugardagsnammi varð til eftir smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu.

Tilraunin heppnaðist svo vel að ég gat ómögulega beðið til morguns með að deila uppskriftinni með ykkur 🙂

Þetta hríssúkkulaði er einfalt, fljótlegt og alveg svakalega gott.

Hráefni:

  • 1 plata dökkt súkkulaði (ég notaði 85%)
  • 4 msk kókosmjólk
  • 3 msk akasíuhunang (ég notaði frá þetta hér frá Biona)
  • 2 msk kókosolía
  • 2 bollar hrísflögur (ég notaði þessar hér frá Sollu)
  • ¼ bolli gojiber

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  2. Setjið kókosmjólkina, kókosolíuna og akasíuhunangið út í skálina með súkkulaðinu. Hrærið saman með skeið.
  3. Þegar súkkulaðið hefur náð fljótandi formi og allt hefur blandast vel saman, hellið því þá í stóra skál ásamt hrísflögunum og gojiberjunum. Blandið öllu vel saman.
  4. Setjið bökunarpappír í kassalaga form.
  5. Hellið hríssúkkulaðinu í formið og dreifið vel úr því með sleikju. Notið síðan gaffal til að stappa því enn betur niður í formið þannig að það verði þétt í sér.
  6. Setjið formið inn í frysti í sirka 10 mín.
  7. Takið úr frystinum og skerið í mátulega stóra bita.
  8. Setjið aftur inn í frysti og geymið í sirka 30 mín. Þá er súkkulaðið örugglega orðið nógu þétt í sér.
    Njótið!

    Fyrri greinSigurður gefur ekki kost á sér til formennsku
    Næsta greinHellisheiði opnuð aftur