Þessi kaka er alveg upplögð til að bera fram í jólaboðinu.
Kakan er sérlega bragðgóð, mátulega saðsöm og einstaklega holl – stútfull af næringu. Já, og ekki skemmir fyrir hvað hún er jólaleg á litinn.
Botninn:
- 1 bolli möndlur (lagðar í bleyti yfir nótt og afhýddar)
- 1 bolli kókosmjöl
- 1 bolli döðlur
- Smá sjávarsalt
Aðferð:
- Kurlið niður möndlurnar (í matvinnsluvél eða blandara) og setjið í skál ásamt kókosmjölinu og sjávarsaltinu.
- Setjið döðlurnar í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Setjið í skálina með hinu hráefninu og blandið vel saman. Gott að byrja að nota sleikju og síðan hendurnar.
- Setjið allt í hringlaga mót og þjappið vel niður.
- Setjið mótið til hliðar (ekki inn í frysti) á meðan þið búið til millilagið.
Millilag:
- 1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
- ¼ bolli akasíuhunang eða önnur sæta
- ½ bolli kókosmjólk
- ½ tsk ekta vanilla (duft en ekki dropar)
- Örlítið sjávarsalt
Aðferð:
- Setjið allt í blandara og blandið vel eða þar til blandan er orðin silkimjúk og kekkjalaus.
- Hellið blöndunni yfir botninn og setjið mótið inn í frysti á meðan þið búið til hindberjakremið.
Hindberjakrem:
- 2 bollar frosin hindber (sem eru búin að þiðna að mestu)
- ½ bolli akasíuhunang eða önnur sæta
- ¼-½ tsk kanill (alls ekki meira)
- ½ tsk ekta vanilla (duft en ekki dropar)
- 7 stk döðlur
Aðferð:
- Allt sett í blandara og blandað þar til kremið verður silkimjúkt.
- Sækið mótið úr frystinum og hellið kreminu yfir.
- Setjið mótið aftur inn í frysti.
- Best er að geyma kökuna í frysti yfir nótt áður en hún er borðuð en ef þið getið alls ekki beðið þá ættu nokkrar klukkustundir að duga.
- Kakan þarf svo að fá að standa á borðinu í smá stund áður en hún er skorin.
Gleðileg jól!