Jólakonfekt

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta jólakonfekt er bæði hollt og gott.

Hráefni:

  • 1 bolli döðlur
  • 1 krukka dökkt möndlusmjör (170 gr)
  • 2 msk kakó
  • 1 tsk lífræn vanilla (duft en ekki dropar)
  • ½ tsk sjávarsalt
  • ½ bolli möndlur (saxaðar)
  • ½ bolli kínóapops

Aðferð:
  1. Leggið döðlurnar í bleyti í sirka 10 mínútur. Notið sjóðandi heitt vatn. Þetta er gert til að mýkja döðlurnar og svo að það sé auðveldara að vinna með þær.
  2. Setjið döðlurnar í blandara (eða matvinnsluvél) ásamt möndlusmjörinu, vanillunni, kakóinu og sjávarsaltinu. Blandið öllu vel saman.
  3. Setjið bökunarpappír á stórt skurðbretti og hellið möndlusmjörsblöndunni á það. Fletjið vel út með sleikju. Gefið ykkur tíma til að dreifa úr með sleikjunni og slétta vel úr. Munið að matargerð getur verið ákveðið form af jóga ef þið leyfið ykkur bara að njóta stundarinnar 🙂
  4. Þegar þið hafið dreift vel úr (og slétt) möndlusmjörsblöndunni, stráið þá söxuðu möndlunum og kínóapopsinu yfir. Notið svo hendurnar og þrýstið möndlunum og kínóapopsinu betur ofan í möndlusmjörsblönduna eða þannig að það loði nokkur veginn vel við.
  5. Takið því næst stóra og beittan hníf og skerið hægt en ákveðið í deigið. Bitastærðin fer eftir smekk.
  6. Setjið skurðbrettið með öllu inn í frysti og geymið í sólarhring.
  7. Takið úr frystinum og njótið hvers bita í botn!

Fyrri greinÞórsarar fengu heimaleik
Næsta greinUppgangur í fimleikunum hjá Heklu