Jólakonfekt Vanilla lavender

FAGURGERÐI – MATUR // Allir sem hafa smakkað þetta jólakonfekt eru yfir sig hrifnir – líka þeir sem eru ekki vanir að borða „hollustu nammi“.

Þetta jólakonfekt ætti því að slá í gegn í öllum jólaboðum 🙂

Botninn:
1 krukka af Biona möndlusmjöri (olían með)
2 msk hlynsíróp
2 msk kókoshveiti

Aðferð:
1. Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og blandið öllu vel saman.
2. Setjið sirka ½ tsk af deiginu í konfektform og þrýstið niður með fingrinum þannig að deigið verði flatt í forminu.
3. Setjið formin inn í frysti á meðan fyllingin er búin til.

Fyllingin:
1 boll döðlur
1/3 bolli vatn
1 msk kókosolía
½ tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt

+ ½ bolli pekanhnetur

Aðferð:
1. Gott er að byrja á því að mýkja döðlurnar með því að setja þær í skál og hella sjóðandi heitu vatni yfir þær. Látið þær liggja í vatninu í amk 10 mínútur. Hellið síðan vatninu af þeim og kreistið þær svolítið þannig að vatnið fari örugglega úr þeim.
2. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél eða blandara ásamt vatninu, kókosolíunni, vanillunni og sjávarsaltinu. Blandið öllu vel saman eða þar til blandan verður kekkjalaus og fallega ljósbrún á lit.
3. Takið formin úr frysti og setjið sirka ½ tsk af fyllingunni í hvert form.
4. Saxið pekanhneturnar niður og setjið ½-1 tsk í hvert form. Hálfur bolli af pekanhnetum á að duga í öll formin.
5. Setjið formin aftur inn í frysti og geymið þar í nokkrar klukkustundir. Það tekur smá tíma fyrir fyllinguna að harðna.

Súkkulaðið:
¼ bolli kakósmjör
¼ bolli kókosolía
2 msk hlynsíróp
½ bolli raw kakó
1 tsk lucuma
½ tsk vanilla
Smá sjávarsalt

Aðferð:
1. Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði.
2. Á meðan kakósmjörið er að bráðna, setjið þá öll þurrefnin saman í skál og blandið vel saman.
3. Þegar kakóksmjörið hefur bráðnað alveg, setjið þá kókosolíuna og hlynsírópið saman við það og blandið saman með skeið.
4. Hellið blautefninu saman við þurrefnið og hrærið saman með litlum písk.
5. Leyfið súkkulaðinu að kólna aðeins áður en þið setjið það í konfektformin. Það er gott að hræra aðeins aftur í súkkulaðinu þegar það hefur kólnað.
6. Setjið sirka 1 tsk af súkkulaðinu í hvert form. Ef þið viljið meira súkkulaði þá þurfið þið að tvöfalda uppskriftina að súkkulaðinu.
7. Setjið formin aftur inn í frysti og geymið í sirka tvær klukkustundir. Þá ætti konfektið að vera orðið nógu harðgert. Athugið að þetta konfekt verður þó alltaf í mýkra lagi, sér í lagi fyllingin.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinFjórðungs launahækkun „óskiljanleg“
Næsta greinNaumt tap hjá Mílan