Jólanammi

FAGURGERÐI – MATUR // Þetta jólanammi svíkur engan.

Fyrir utan það að vera súper gott þá er það líka súper hollt, en þetta jólanammi inniheldur m.a. kakónibbur og gojiber en hvort tveggja flokkast sem ofurfæða.

Hráefni:
1 bolli döðlur
1 bolli kakósmjör
1 bolli raw kakó
2 msk kókosolía
1 tsk lífræn vanilla (duft)
Smá sjávarsalt
1 bolli heslihnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
1/3 bolli kakónibbur
1/3 bolli gojiber
1/3-1/2 bolli kókosflögur (muldar)

Aðferð:
1. Til að mýkja döðlurnar er gott að láta þær liggja í bleyti í nokkrar klukkustundir EÐA þá að hella sjóðandi heitu vatni yfir þær og láta þær liggja í vatni í amk 10 mínútur. Þegar döðlurnar eru vel mjúkar er mun auðveldara að vinna með þær.
2. Setjið döðlurnar í kröftugan blandara og maukið.
3. Bræðið kakósmjörið yfir vatnsbaði og látið kólna aðeins áður en þið setjið það í blandarann ásamt kókosolíunni. Blandið öllu vel saman eða þar til döðlurnar, kakósmjörið og kókosolían eru orðið að ljósbrúnu mauki.
4. Setjið kakókduftið, vanilluna og sjávarsaltið í blandarann og blandið vel saman.
5. Kurlið heslihneturnar (ég notaði handkurlara) og setjið í sér skál ásamt kakónibbunum, gojiberjunum og kókosflögunum. Blandið vel saman með skeið.
6. Hellið súkkulaðiblöndunni í skálina og blandið öllu vel saman. Gott að nota sleikju og „saxa“ aðeins með henni þannig að hvergi verði neitt þurrt í skálinni. Þegar súkkulaðið og þurrefnin hafa blandast vel saman, setjið þá blönduna með teskeið í lítil konfektform. Mér finnst best að nota sílikonform sem ég keypti í búsáhaldabúð fyrir löngu síðan og þá stappa ég aðeins með teskeiðinni þegar blandan er komin í formið svo að súkkulaðið sé örugglega þétt í sér. Það getið líka prófað að nota lítil pappírsform en ég hef þó ekki reynslu af því.
7. Setjið formin inn í frysti í sirka 30 mín. Þá ætti súkkulaðið að vera búið að harðna nægilega mikið.

Njótið!

Fyrri greinGrátlegt tap Þórsara
Næsta greinAtli skoraði sex og varði fimm