Kærleikskökur

FAGURGERÐI – MATUR // Þessar raw „muffins“ kökur eru alveg einstaklega bragðgóðar og allt öðruvísi en aðrar raw kökur sem ég hef búið til.

Botninn, millilagið og súkkulaðið passar líka allt svo undur vel saman og saman mynda þessi ólíku lög hið fullkomna bragð.

Botninn:

  • 1 bolli pistasíuhnetur (lagðar í bleyti yfir nótt)
  • ½ bolli döðlur
  • ½ bolli apríkósur
  • Smá sjávarsalt

Aðferð:

  1. Setjið allt í kröftugan blandara eða matvinnsluvél og blandið vel seman. Ef þið notið blandara þá getur verið gott að mauka fyrst pistasíuhneturnar og vera búinn að saxa svo döðlurnar og apríkósurnar niður áður en þið setjið þær saman við.
  2. Notið matskeið og setjið deigið í sílikonform. Fyrir 9 stk setjið þið sirka 2 msk í hvert form.
  3. Geymið á borðinu á meðan þið búið til millilagið.

Millilag:

  • 1 bolli kókosmjöl
  • ¾ bolli + 2 msk kókosrjómi
  • ½ tsk vanilla
Aðferð:
  • Setjið allt í blandara og blandið vel saman eða þar til kókosmjölið er orðið að kremi.
  • Setjið kókoskremið í sílikonformin og geymið á borðinu á meðan þið búið til súkkulaðið.
Súkkulaði:
  • ½ bolli kakó
  • 1 msk lucuma
  • 1 tsk vanilla
  • Smá sjávarsalt
  • ½ bolli kókosolía
  • 5 msk akasíuhunang
Aðferð:
  1. Setjið fyrst allt þurrefnið í skál og blandið vel saman.
  2. Setjð kókosolíuna og akasíuhunangið í skálina og blandið vel saman með litlum píski.
  3. Setjið súkkulaðið í sílkikonformin, sirka 2 msk á hverja „köku“.
  4. Setjið inn í frysti og geymið í amk 1 klst.
  5. Takið úr frystinum og njótið!
ATH. #1 Þið megið líka nota kakósmjör í staðinn fyrir kókosolíu. Ég notaði aðallega kókosolíu í þetta skiptið því að það er fljótlegra auk þess sem margir eiga erfitt með að nálgast kakósmjörið.
ATH. #2 Þið getið notað aðra sætu en akasíuhunang, t.d. kókossíróp sem er með lægri sykurstuðli. Ég notaði raw akasíuhunang í þetta skiptið því að það kemur annað bragð og öðruvísi af súkkulaðinu. Tilbreytingin er skemmtileg 🙂
ATH. #3 Ef þið finnið ekki kókosrjóma þá getið þið notað full fat kókosmjólk í staðinn. Það er ekki alveg það sama en nokkuð nálægt því upp á bragð og áferð að gera.
Fyrri greinTvö fíkniefnamál á Suðurlandi
Næsta greinÞrír fluttir með þyrlu eftir bílveltur