Kúrbíts- og gulrótasalat með tahinidressingu

FAGURGERÐI – MATUR // Það tekur ekki langan tíma að búa til þennan holla og bragðgóða rétt.

Þetta kúrbíts- og gulrótasalat er mátulegt sem aðalréttur fyrir tvo fullorðna.

Salat:
1 stk stór kúrbítur
2 stk mjög stórar gulrætur
¼ bolli gróft kókosmjöl (eða meira eftir smekk)
¼ bolli graskersfræ (eða meira eftir smekk)

Aðferð:
1. Flysjið kúrbítinn og rífið hann niður með ræmuskera. Ræmuskerinn gerir það að verkum að kúrbíturinn verður eins og spagettí í laginu. En ef þið eigið ekki ræmuskera þá má líka bara rífa niður grænmetið með rifjárni. Ræmuskeri ætti að fást í öllum betri búsáhaldabúðum.
2. Setjið kúrbíts-spagettíð í stóra skál.
3. Þvoið gulræturnar og flysjið (ef þær eru ekki lífrænar). Notið ræmuskerann til að búa til spagettí úr gulrótunum. Setjið í skálina með kúrbítnum og blandið saman með höndunum (passið bara að þær séu hreinar).
4. Setjið kókosmjölið og graskersfræin í skálina og blandið saman með höndunum. Þið megið að sjálfsögðu nota einhver áhöld en þá er hætta á að hráefnið blandist ekki jafn vel saman.

Tahinidressing (uppskrift frá Kris Carr):
¾ bolli tahini
1¼ bolli vatn
3 hvítlauksrif, pressuð
3 msk sítrónusafi
1 msk ristuð sesamolía
2½ msk tamarisósa
1½ msk næringarger

Aðferð:
Öllu blandað vel saman í blandara. Athugið að þetta er frekar stór uppskrift. Dressinguna má geyma í lokuðu íláti inn í ísskáp í einhverja daga og nota á grænmetis- og baunarétti.

Setjið salatið á disk og hellið dressingunni yfir. Ég mæli með að setja frekar minna af henni en meira þar sem hún er mjög saðsöm.

Njótið!

johanna@fagurgerdi.is

Fyrri greinBókabær í undirbúningi
Næsta greinStokkseyringar töpuðu á alhvítum Selfossvelli